Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að íslensk fyrirtæki - 144 svör fundust
Niðurstöður

Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?

Í þessu svari er annars vegar tæpt á þeim réttindum sem Íslendingar mundu verða af og hins vegar um það sem mætti kalla ávinning af uppsögn EES-samningsins. Miðað er við að samningurinn félli úr gildi og enginn annar samningur kæmi í staðinn fyrir hann, en deila má um hve raunverulegur sá möguleiki er. *** ...

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?

Að skipta út gjaldmiðli fyrir evru er stórt verkefni sem krefst mikils undirbúnings og tæknilegra aðgerða. Til að mynda þarf að tryggja að almenningur sé vel upplýstur um hvernig staðið verði að gjaldmiðilsskiptum í viðkomandi ESB-ríki, bankar og fyrirtæki þurfa að aðlaga tölvukerfi sín og bókhald í samræmi við ný...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru? - Myndband

Ríki Evrópusambandsins þurfa að taka upp evru þegar þau hafa fullnægt ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þegar tiltekið ríki hefur uppfyllt öll skilyrðin er því veitt leyfi til að taka upp evru. Gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis er þá endanlega fest við evru og tæknilegur undirbúningur fyrir gjaldmiðilsskiptin hef...

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Hvað teljið þið helst til tíðinda í yfirlýsingu Merkel og Sarkozys frá 16. ágúst? [Fréttaskýring]

Í fyrsta lagi gefur yfirlýsing Merkel og Sarkozys tilefni til að hugleiða stöðu smáríkja sem hafa barist í bökkum að undanförnu. Í öðru lagi förum við nokkrum orðum um stöðu evrukerfisins, kosti þess og galla. Þá ræðum við hugmyndir um samræmdan fyrirtækjaskatt í Þýskalandi og Frakklandi, og að lokum er hér fjalla...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels? Helstu sátt...

Hver er stefna ESB gagnvart jafnrétti kynjanna?

Meginreglan um jafna meðferð kvenna og karla hefur verið ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins allt frá stofnun þess og nær aftur til ársins 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Reglunni var þó ekki beitt fyrr en á áttunda áratugnum þegar ákvæðið um sömu laun fyrir s...

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB? - Myndband

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...

Hvaða áhrif gæti það haft á Ísland ef Tyrkland gengi í ESB?

Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?

Ólíklegt er að Ísland gæti samið um varanlega undanþágu frá því að heimila innflutning á lambakjöti þar sem það er andstætt meginreglu Evrópuréttar um frjálsa vöruflutninga. – Í nýlegum bráðabirgðaniðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að núgildandi bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti frá aðildarrík...

Leita aftur: